KORT
Landsbókasafn Íslands
Kortasafn Landsbókasafns Íslands er lykilsafn landsins á sviði varðveislu prentaðra útgefinna korta. Þar eru til eintök af útgefnum Íslandskortum frá upphafi.
Landmælingar Íslands
Kortasafn Landmælinga Íslands geymir eintök af kortum sem stofnunin hefur gefið út í gegnum tíðina, auk annarra Íslandskorta.
Orkustofnun
Kortasafn Orkustofnunar varðveitir útgefin og óútgefin kort sem unnin hafa verið á vegum stofnunarinnar, forvera hennar og samstarfsaðila, auk Íslandskorta frá öðrum stofnunum.
LOFTMYNDIR
Landmælingar Íslands
Loftmyndasafn Landmælinga Íslands geymir um 140.000 loftmyndir frá tímabilinu 1937-2000. Myndaflokkar eru bæði frá erlendum myndatökuleiðöngrum og kerfisbundinni myndatöku á vegum stofnunarinnar.
Loftmyndir ehf
Loftmyndasafn Loftmynda ehf geymir safn litmynda af öllu landinu sem teknar hafa verið allt frá árinu 1996. Myndir voru lengst af teknar á filmur en eru nú alfarið teknar stafrænt.
Samsýn ehf
Fyrirtækið Samsýn á loftmyndasafn af um þriðjungi landsins, með myndum sem voru teknar allt frá árinu 2000. Stærstur hluti myndanna hefur verið tekinn með stafrænni tækni.
GERVITUNGLAGÖGN
UM GERVITUNGLAMYNDIR
Nokkrar heildargervitunglamyndir af Íslandi eru til, byggðar annars vegar á Landsat og hins vegar Spot gervitunglagögnum. Engin íslensk vefsíða er til þar sem finna má upplýsingar um þær gervitunglamyndir sem til eru í landinu.
Um landfræðileg gögn
Aðgengi, skráning og varðveisla korta, loftmynda og gervitunglagagna í söfnum er meðal mikilvægustu hugtakanna á sviði landrænnar upplýsingafræði, en á Íslandi vantar opinbera varðveislustefnu fyrir landfræðileg gögn.